Er búið að neita mér íslenskum ríkisborgararétt?!

"Íslendingar trúa á guð"... er ég þá ekki íslendingur?

Trúmál hafa verið hið versta vandamál í mannkynssögunni og það bitnar alltaf á fólki eins og mér, sem vilja ekkert með trúmál hafa. Er ég þá bara réttindalaus? Mun það fólk sem hafa sameiginlegar skoðanir og ég hafa ekkert að segja í íslensku samfélagi? Ef svo er þá vil ég ekkert búa á íslandi, þá vil ég ekkert vera íslenskur ríkisborgari, ef enginn er að hugsa um mína hagsmuni. Viðbjóðsleg mistúlkun á fornaldar stjörnufræði er ekki eitthvað sem ég vil að dreifist inní mitt samfélag eins og plága sem sýkir fólk af fáfræði. Ég vil fá að vita hvaðan þessar tölur koma, því ég efast um að það sé eitthvað að marka, tölur hafa enga meiningu nema eitthvað raunverulegt sé bundið við það. Ekki trúa öllu sem þú heyrir, það er hollt að efast því meirihlutinn sem þú heyrir eða lest í dag hefur enga raunverulega meiningu. Ég er búinn að þegja og vera tillitsamur alltof lengi. Þar sem það er engin tillitsemi gagnvart mér frá trúuðu fólki þá segi ég þetta... Fólk, ég er trúlaus og lifi mjög vel þannig... fyrir utan fordómafullt trúað fólk sýkt af mikilmennsku sem er sífellt að troða sínum skoðunum inná sameiginlegt svæði þjóðfélagsins. Hvað varð um mannréttindastefnuna? Fer það bara eftir því hvort ríkið græði á því fjárhagslega? Eða er það alltaf meirihlutinn ræður? Ef meirihluti íslendinga er karlkyns, verður þá kvenkynshlutinn af launalausum þrælum? Af hverju er eitt í lagi en annað ekki þrátt fyrir að bæði er bundið hópaskipti. Órökrétt, ótillitsamt og fáfræðilegt að segja að íslendingar trúa á guð punktur.


mbl.is Íslendingar trúa á Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Ingi Jónsson

"Question everything" - er lína sem ég lifi eftir.

Þetta eru mjög góðir punktar.

Það að við Íslendingar (trúaðir og trúlausir) séum að reka í sameiningu einhverja ákveðna kirkju er gjörsamlega út í hött. Að þetta sé enn í gangi nú á 21. öldinni er hreinn skandall.

Er virkilega enginn á þingi tilbúinn til að fara í þennan slag?
Maður hefði reiknað með því að vel menntað fólk (einsog það er nú flest vonandi á þingi) væri meðvitað um það hversu mikil tímaskekkja trúarbrögð eru!
Eru kannski allir að hugsa um næsta kjörtímabil?

Jóhann Ingi Jónsson, 3.6.2011 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Þórir Árnason

Höfundur

Einar Þórir Árnason
Einar Þórir Árnason
Rafvirki, hljóðtæknir, tónlistamaður, áhugamaður um tækni og vísindi.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband